Reykjadals Icelandic Sheepdog
Íslenski fjárhundurinn er þjóðargersemi sem okkur ber skylda að standa vörð um.
Fyrsti íslenski fjárhundurinn minn var Garða Kara síðan komu Reykjadals Snögg, Reykjadals Tara Gríma, Sindra Snæúlfur, Reykjadals Móri, Reykjadals Saga, Reykjadals Korpur, Töfra Hólmfríður Hrifla, Reykjadals Varða, Sunnusteins Sif, Stjörnuljósa Hjálmur, Kersins Keisaraynja og Reykjadals Kraka.
Íslenski fjárhundurinn hefur sterka skapgerð og er forvitinn, fjörugur, glaðvær, barngóður, gáfaður og duglegur vinnuhundur. Hann er tryggur vinur og óþreytandi félagi í leik og starfi, hann er því tilvalinn fjölskylduhundur og vinnufélagi, bæði elskulegur og vitur. Hann er að eðlisfari mjög sjálfstæður og sumir segja að hans helsti galli sé, að hann haldi að hann sé maður. Margir hafa tilhneigingu til að halda, að þennan kraftmikla hund þurfi að beita hörku í uppeldinu - en það er mikill misskilningur. Íslenski fjárhundurinn er nefnilega mjög blíður og viðkvæmur í lund. Hann bregst því illa við ofbeldi og hörku. Helstu afleiðingar þess eru þær, að hundur- inn leggur fæð á eiganda sinn, og sumir forðast samskipti við hann og annað fólk ef þeir eru beittir hörku. Þeir sem reyna slíkar aðferðir munu aldrei kynnast dýrmætustu eiginleikum í fari hans, þ.e.a.s. tryggðinni, gleðinni og leiknum.
Hvolparnir eru duglegir og fjörugir og þarfnast athygli. Íslenski fjárhundurinn er vinnuhundur sem þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Gefðu því hvolpinum eins mikinn tíma og hægt er meðan hann er ungur og notaðu tímann til að kenna honum og kynnast honum. Samskiptin við eigandann skipta hundinn miklu máli og líkamleg þjálfun ( sem er nauðsynleg ) kemur ekki í staðinn fyrir aðrar samvistir. Láttu því daglegar göngur ekki verða einu samskiptin við hundinn þinn. Íslenskur fjárhundur er um margt merkilegur og hann hefur alla eiginleika til að verða fjörugur og skemmtilegur félagi, hann er félagslyndur og mannglöggur. Ef hann treystir einhverjum og þykir vænt um hann, mun hann gegna af vilja og sannri gleði. Íslenski fjárhundurinn er vel greindur og það er auðvelt að kenna honum ef rétt er að farið. Besta leiðin til góðs árangurs er að ala hvolpinn upp með hlýju og reglusemi. Láttu hann finna að hann sé einn af fjölskyldunni. Vertu sjálfum þér samkvæm(ur), leiðréttu hvolpinn af öryggi ef hann gerir rangt og hrósaðu honum þegar hann gerir rétt. Þannig getur þú eignast hamingjusaman og skemmtilegan hund. Láttu börn aldrei sjá um uppeldið á hvolpinum, þau hafa ekki þroska eða skilning til þess, hvorki barn eða hundur munu hafa gott af þeirri tilhögun.
The Icelandic Sheepdog has a strong personality and is very inquisitive, active and has a good working ability. He is naturally self-reliant and some say that his biggest fault is he thinks he’s a human being! Many people think that this energetic dog needs forceful training but that is not so. The Icelandic Sheepdog is actually very gentle and has a responsive temperament. He therefore reacts very badly to harshness and ill treatment. The Icelandic Sheepdog’s most common reaction to overly harsh treatment would be to dislike his owner and avoid all possible contact with him. These owners would never experience the best traits of the Icelandic Sheepdog’s personality; these are his loyalty, vivaciousness and playfulness. Puppies are clever and full of energy and need lots of attention. The Icelandic Sheepdog is a working breed so he needs to have a purpose in life. It is important to spend as much time as possible with the puppy while he is young and use that time in teaching him and getting to know him. Interaction between dog and owner is of utmost importance; physical exercise (which is essential) cannot take the place of companionship. Don’t let the daily walk be the only contact you have with your dog. The Icelandic Sheepdog is sociable and very friendly. He will happily and eagerly do whatever is asked of him by someone he loves and trusts. The best way to succeed in the upbringing of your puppy is to approach his training with gentleness and consistency. Be consistent, correct your puppy in a positive way when he does something wrong and praise him when he does something right. In this way you will eventually have a happy and contented dog that is a joy to own. All time and money that go into the training of your puppy during his first year are well spent, as this is the most impressionable time in his life.
Mia Sofie Sandvold
26.05.2022 08:49
Hello!
I would really like to get your email to get in contact with you. I can tell you have a beautiful kennel and I am looking for an icelandic sheepdog puppy as my former dog and soulmate passed..
Latest comments
26.05 | 08:49
Hello!
I would really like to get your email to get in contact with you. I can tell you have a beautiful kennel and I am looking for an icelandic sheepdog puppy as my former dog and soulmate passed..
17.11 | 15:15
Vilken fantastisk "saga" du har haft! Med djur omkring sig så kan man göra nästan vad som helst! Tack för att du delar med dig!!
31.01 | 20:19
Ótrúlega flott og aðgengileg síða hjá þér Brynhildur, á eftir að koma oft við hjá þér að skoða. Takk fyrir mig
24.09 | 14:34
Svo flottar myndir eins og alltaf elsku frænka ❤